Endurnot

21. mars 2024

Í ruslinu má oft finna mikilvægar auðlindir sem við ættum að nýta betur. Í hringrásarhagkerfinu er úrgangsþríhyrningurinn viðmið alls og við viljum helst af öllu draga úr úrgangi, kaupa minna og nota lengur. Því næst koma endurnot. Endurnot er það sem við gerum í Góða hirðinum. En hvað er eiginlega endurnot?

Endurnotkun er sem dæmi þegar Sigríður hættir að nota skóna sína og gefur Guðríði þá og Guðríður notar þá í staðinn fyrir að kaupa nýja skó, eða þegar þú kaupir þér stól í Góða hirðinum. Þarna haldast hlutir í hringrásinni og þjóna áfram þeim tilgangi sem þeim var í upphafi ætlað.

Um 3% – um 7 tonn – af þeim 240 tonnum sem koma frá heimilum til SORPU á hverjum degi fara í endurnot.