Jólapeysu smiðja með Ýrúrarí 29. nóv

29. nóv
laugardagur 29.nóvember kl. 15:00 laugardagur 29.nóvember kl. 17:00
Köllunarklettsvegur 1

Gerður jólapeysuna þína einstaka!

Fjölskylduvæn smiðja þar sem peysur öðlast nýtt útlit í jólaþema fyrir desember.

Smiðjan byggir á skapandi fataviðgerðar smiðjum textílhönnuðarins Ýrúrarí, þar sem föt öðlast nýtt líf og útlit með mjög einföldum og aðgengilegum aðferðum.

Þátttakendur geta komið með gamla peysu af sér til að vinna með í smiðjunni, en einnig verða peysur á staðnum úr fataflokkun Góða hirðisins ásamt jólaskrauti sem hægt verður að vinna með á peysurnar.

Í smiðjunni verður einnig í boði ýmis textíl- efniviður og verkfæri sem hægt er að vinna með í einföldum og skrautlegum aðferðum sem henta algjörum byrjendum sem og lengra komnum. Einnig verður í boði efniviður og lausnir til að taka þátt í smiðjunni án þess að koma með peysu eða flík, enda ýmislegt sem hægt er að útbúa til að festa á flíkur tímabundið bara fyrir jólin.

Ætlast er til að börn yngri en 12 ára komi í fylgd fullorðins.

Þátttaka er ókeypis en það er takmarkað pláss og skráning nauðsynleg.
Tvær dagsetningar í boði.

Skráðu þig hér!

Athugið að staðfestingarpóstur þarf að berast til þess að skráning sé tryggð.

Skapandi fataviðgerðarsmiðja Ýrúrarí hefur ferðast víða, og hefur t.f farið fram í Tívolí í Kaupmannahöfn, Textile Art Center í New York, á Helsinki fashion week og á MAK safnið í Vín. Þátttakendum er því einnig frjálst að vinna fataviðgerðir sem eru ekki í jólaþema og virka allan ársins hring en stuðst er við svipaðar aðferðir á jólapeysusmiðjunni. Smiðjuna þróaði textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir (Ýrúrarí) á Hönnunarsafni Íslands í lokaverkefni sínu í listkennsludeild LHÍ, þar sem markmiðið var að móta aðgengilega fataviðgerðarsmiðju þar sem skapandi hugsun og flæði ræður för. Ýrúrarí er þekkt fyrir endruvinnsluverkefni sín með notaðar ósöluhæfar peysur sem hún glæðir nýju lífi og persónuleika með fjölbreyttum handverks aðferðum.

Hægt er að skoða verkefni Ýrúrarí á www.yrurari.com