Tækjaþon

13. okt
föstudagur 13.október kl. 9:00 föstudagur 13.október kl. 19:00
Köllunarklettsvegur 1

Tækjaþon er tveggja daga hugmyndasmiðja um lausnir gegn raftækjasóun. Þátttakendur læra um vanda raftækjaiðnaðarins og þróa og skapa í framhaldinu lausnir sem sporna gegn raftækjasóun.

Fyrirlesarar fjalla um stöðu vandamálsins og hönnunarferlið þegar kemur að því að fá góða hugmynd sem þróa á yfir í árangursríkar lausnir sem eru bæði raunhæfar og gagnlegar. Teymin þróa hugmyndir, skila samantekt af þeim og kynna fyrir dómnefnd. Veitt verða verðlaun fyrir bestu hugmyndina.

Af hverju ættir þú að taka þátt?

Það er erfitt að ímynda sér lífið án raftækja. Við framleiðslu þeirra eru dýrmætar auðlindir ofnýttar og eru þau sá flokkur úrgangs sem vex hvað hraðast. Á Tækjaþoni færðu tækifæri til að fræðast um stöðuna, kynnast fjölbreyttum hópi fólks og skapa nýstárlegar lausnir undir handleiðslu sérfræðinga.

Helstu áskoranir:

Hvernig getum við dregið úr ofneyslu raftækja?
Hvernig hvetjum við fólk og fyrirtæki til að fara með raftæki í viðgerð?
Hvernig gerum við flokkun og endurvinnslu raftækja skilvirkari?

Fyrir hverja er Tækjaþon?

Alla þá sem brenna fyrir tækni, umhverfismálum og/eða nýsköpun. Fólk á öllum aldri og kynjum er hvatt til þess að skrá sig og taka þátt, því fjölbreyttari sem hópurinn er því betra.

Tengliðir verkefnisins eru Hildur Mist Friðjónsdóttir (hildurmf@ust.is), Birgitta Steingrímsdóttir (birgittasteingrims@ust.is) og Þorbjörg Sandra Bakke (thorbjorgb@ust.is) hjá Saman gegn sóun.

Sjáumst í stuði!