Þórarinn Eldjárn og skólahljómsveit Austurbæjar

6. des
laugardagur 6.desember kl. 12:30
Köllunarklettsvegur 1

Taktu smá pásu frá jólaundirbúningnum og vertu með okkur

Þórarinn Eldjárn kemur til okkar og les úr nýju barnabók sinni, Bangsapokinn, á slaginu 12:30.

Bangsapokinn er myndskreytt barnasaga fyrir börn á öllum aldri. Þar segir frá fullum poka af heittelskuðum böngsum sem fyrir mistök afa lenda í nytjagámi Sorpu. Ógæfan virðist vofa yfir og algjör glötun blasir við þegar í ljós kemur að bangsarnir munu trúlega enda á haugunum. Allt fer þó vel að lokum.
Myndir eru eftir Halldór Eldjárn. Hægt verður að kaupa bókina.

Allir bangsar verða gefins 6. og 7. desember í tilefni bókarinnar 💚

Krakkar úr skólahljómsveit Austurbæjarskóla munu svo flytja falleg jólalög fyrir okkur og dreifa jólagleðinni kl 13:00🎶🎄

Endilega komið og njótið upplestursins og tónleikana.