Falinn fjársjóður?

14. febrúar 2024

Hver dagur er ævintýradagur í Góða hirðinum.

Hver dagur er ævintýradagur og fjársjóðsleit í Góða hirðinum. Á hverjum degi blasir við ný búð með nýjum vörum. Einhvers staðar er fjársjóður falinn því alltaf detta inn bæði ómetanlegir og rándýrir dýrgripir. Við höfum oft séð fólk finna sjaldgæfa safngripi, dýrmæt listaverk og fágæt húsgögn. Finnur þú næsta fjársóð?