Góði hirðirinn hefur nú opnað dyr sínar í nýju húsnæði á Köllunarklettsvegi 1 í hverfi 105 Reykjavík.
Góði hirðirinn hefur nú opnað dyr sínar í nýju húsnæði á Köllunarklettsvegi 1 í hverfi 105 Reykjavík. Allt ætlaði um koll að keyra þegar loksins var opnað 1. apríl síðast liðinn og langar biðraðir mynduðust. Það er alveg ljóst að íbúar höfuðborgarsvæðisins vilja öfluga nytjamarkaði, kaupa notaðar vörur og nýta betur það sem við eigum í stað þess að kaupa alltaf nýtt. Þetta er lykilhugsun og hegðun til að búa til hringrásarhagkerfi. Það má áætla að tæplega fimm þúsund manns hafi komið í heimsókn um helgina. Takk fyrir komunu og hlökkum til að sjá ykkur.