Jazzþorpið í Garðabæ 3.-5. maí

15. apríl 2024

Góði hirðirinn er í samstarfi við Jazzþorpið í Garðabæ. Öll húsgögn og smámunir til sölu.

https://fb.me/e/7qUhA0Ocs

Jazzþorpið í Garðabæ fer fram helgina 3.- 5. maí 2024 á göngugötunni Garðatorgi 1 - 4.

Kynnið ykkur dýrðina!

Föstudagur 3. maí - Kl. 18

Opnun Jazzþorpins á litla sviði

  • Jazzþorpið sett af bæjarstjóra, Almari Guðmundssyni ásamt þorpsfógetanum Ómari Guðjónssyni.
  • Píanótríó jazzmeistara Þóris Baldurssonar. Þeir Bjarni Sveinbjörnsson á bassa og Fúsi Óttarsson á trommur koma fram með Þóri.
  • Jazzveitingasala opnar, jazzplötubúð, antik hljóðfærahús og gítarsmiður. Kósístofur Góða hirðisins bjóða gesti velkomna til að dvelja vel og lengi í Jazzþorpinu 2024.

Aðgangur í Jazzþorpið er ókeypis og öll velkomin.

Jazzþorpið er á Garðatorgi 1-4 www.gardabaer.is